top of page

Kaflar úr Háteigspistlum skólastjóra

Ásgeir Beinteinsson 1997 - 2016

HTX pistlar: Tpa_Header
Heim (123).jpg

BÖRNUNUM Á AÐ LÍÐA VEL Í SKÓLANUM.

Úr pistli í september 2013

Við sem störfum í Háteigsskóla viljum ætíð gera betur á öllum sviðum skólastarfsins. Sjálfsagt verðum við að taka með í reikninginn að stundum dugar vilji ekki, því að verkefni og aðstæður raða sér þannig upp að við gleymum okkur. Þá er mikilvægt að allir, starfsmenn, kennarar og nemendur minni hverjir aðra á góð áform sín. Stundum tala menn um að athugasemdir séu klögur eða þrætur en við getum líka litið á okkur sjálf og tilveru okkar sem ferðlag sem heitið er á tiltekinn stað. Athugasemdirnar verða þá áminning um að halda stefnunni  og muna hvert og hvernig við ætlum að komast á áfangastað.  Við viljum bæta ferðalagið, taka skemmtilegan krók eða jafnvel stytta okkur leið en útsýnið getur tekið frá okkur athyglina sem og farartækið.  Eitt af mikilvægustu markmiðum okkar er að börnunum líði vel. Við köllum þær áherslur sem við viljum hafa á uppeldiskringumstæðum barnanna áttina. Það er okkar verkefni að hjálpa þeim sem ekki stika rétta braut að átta sig á því að betra væri að haga sér öðruvísi, eiga gefandi samskipti við aðra fremur en skemmandi.  Við sem höfum starfað lengi í grunnskólum vitum að árin á miðstigi eru erfiðust hvað varðar hegðun og samskipti. Það er mikilvægt að foreldrar leggi sig sérstaklega fram við að fylgjast með börnum sínum á miðstigi því að þar er mest hætta á einelti.

HTX pistlar: Quote
Heim (172).jpg

FARSÍMAR, TÖLVUR OG NET Í SKÓLANUM

Úr pistli í febrúar 2014

Febrúar er annar mánuður ársins og er nefndur eftir Februus sem var guð hreinleikans hjá Rómverjum. Það minnir okkur á að sagan er með okkur í daglegu starfi. Atburðir og sigrar fortíðar eru hluti af reynslusjóði sem við nýtum í samtímanum. Tímatalið sem stýrir dögum okkar og dagsverkum er þúsund ára gamalt. Stafrófið sem beitt er til að til að koma þessum hugsunum til skila á sér einnig nokkur þúsund ára sögu. Allt í höndum okkar er annað hvort eitthvað sem við erfum frá fyrri kynslóðum eða eitthvað sem við erum sjálf að móta. Í erlinum þá gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir því hvað við erum að móta fyrir næstu kynslóðir, hvað við erum að reyna sem er raunverulega nýtt og kemur síðari kynslóðum til góða. Okkur er hollt að muna þetta þegar við erum að fást við tækninýjungar svo sem farsíma, tölvur og netið,  að allt er þetta tiltölulega nýtt og hefur mikið áhrif á líf okkar. Við erum merkilega góð í því að ná tökum á þessari tækni og læra en jafnframt verðum við vör við að þetta gengur ekki alltaf nógu vel bæði hjá börnum og fullorðnum. Við höfum orðið að setja reglur um notkun farsíma og það gengur nokkuð vel að fara eftir þeim þó að við þurfum oft að árétta. Þessi undarlega tækni sem tengir okkur svo hratt saman á eftir að hafa mikil áhrif á samfélag okkar. Menn undruðust mjög nýlegan atburð þegar hundruð ungling mættu í Smáralind vegna þess að einhverjir útlenskir menn ætluðu að vera þar en fullorðið fólk vissi ekkert um þetta. Það er hægt að kalla þúsundir manna til fundar í miðbæ Reykjavíkur með dags fyrirvara og svona mætti lengi telja. Í stormi þessara tækninýjunga og möguleikum þeirra til að stýra og hafa áhrif á samfélagið er mikilvægt að hafa í huga að sagan segir okkur að ekki hafi allar breytingar í mannkynssögunni orðið til farsældar. Þannig er eins og við séum í meiri háska sem mannkyn en oft áður því að hlutir gerast svo hratt að við náum ekki áttum. Við þurfum meiri ígrundun og meiri hæfni til að takast á við veruleikann. Áður þurftum við að muna, þekkja og kunna en nú þurfum við að vita hvernig. Skólakerfið á Íslandi er nú á breytingaskeiði sem er nýlega hafið. Við erum að reyna að fóta okkur í verkefni sem virðist við fyrstu sýn vera ótrúlega flókið en það er augljóslega mikilvægt til framtíðar þó að við vitum ekki alveg hvernig við eigum að fara að því. Eitt er víst að breytingarnar eru svo miklar að það er mikilvægt að allt samfélagið taki á einhvern hátt höndum saman í þeim breytingum sem eru framundan í skólamálum. Það er mikilvægt að færa sig frá mikilvægi þess að muna og þekkja hvernig eitthvað er, yfir í það að vita hvernig á að bregðast við, vinna úr og gera.

HTX pistlar: Welcome
Heim (156).jpg

Ein samskiptaleið við alla kennara er vannýtt og það eru viðtalstímar kennara en allir kennarar eru með frátekinn 40 mínútna viðtalstími í hverri viku. Þessa tíma má bæði nota sem símatíma og foreldrar geta einnig óskað eftir því að fá að hitta kennara í eigin persónu. Þetta eru rúmlega 24 klukkustundir á skólaárinu. Fyrir marga foreldra eru 20 mínútur alltof lítill tími og því ættu þeir foreldrar að nýta viðtalstímana. Það eru allir kennarar með viðtalstíma og því má í hverri viku hringja í kennara og spyrja hvernig barninu gangi í tiltekinni grein og þá þarf ekki tilefni til. Það þarf ekki eitthvað að hafa gerst eða brugðið út af til að gefa tilefni. Ég er sannfærður um að aukin samskipti bæta líðan og námsgetu nemenda og auka virðingu allra á þeim hlutverkum sem hver og einn sinnir. Samtal og samræður móta skilning okkar á þeim hugtökum sem við beitum á heiminn. Samræðunni má líkja við það þegar einhver mótar hlut úr leir. Eftir því sem hendurnar, klípa kreista og toga í leirinn verður eitthvað til og sá sem horfir á, sér hlutinn verða til fyrir augum sér. Samræðan gerir það sama fyrir hugtökin sem við notum á heiminn, eftir því sem samtalinu vindur fram, ef rétt er á haldið, eykst skilningurinn og tilfinningin fyrir merkingu hugtaksins. Við skiljum hugtökin, eftir því hver þau eru, annað hvort vitsmunalega eða tilfinningalega. Við beitum orðum eða hugtökum í samræðu okkar um börnin og þannig náum við að skilja betur hvert annað og um leið að skilja börnin betur.

Úr pistli í janúar 2014

SAMTAL OG SAMRÆÐUR VEKJA SKILNING

HTX pistlar: Quote
Heim (177).jpg

GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR

Úr pistli í janúar 2013

Ný aðalnámskrá kom út 2011 og hún er að mínu mati byltingarkennd nálgun í skólastarfi. Skólinn er eins og allir vita það sem kallað er án aðgreiningar. Það merkir að öll börn eiga að vera í almennum grunnskóla. Hver skóli á að hafa aðstæður til að sinna öllum börnum hvernig sem háttar til um þeirra líkamlega eða andlega atgervi.  Af þessu leiðir að skólinn og kennarar hans þurfa að gæta þess að hafa þannig skipulag á námi og námsaðstæðum að henti öllum. Þetta er sífelld áskorun. Hér áður fyrr og fram undir aldarlok má í stórum dráttum líta svo á að krafan til kennara hafi verið sú að skila tilteknu námsefni á tilteknum tíma, til nemenda á tilteknum aldri. Í skóla án aðgreiningar er þessi nálgun enn við líði enda getur meginþorri nemenda fylgst að. Byltingin sem ég kalla svo með nýrri aðalnámskrá er að nú er hugmyndin sú að grunnþættir menntunar séu ofnir meira og minna inn í allt nám og námsefni sem lagt er fyrir nemendur. Þessir grunnþættir eru: læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun.  Eitt hefur komið mér spánskt fyrir sjónir í þessari upptalningu sem er að lýðræði skuli tengt mannréttindum og að jafnrétti skuli vera sérstakur grunnþáttur þar sem mér sýnist augljóst að jafnrétti sé tegund af mannréttindum en að lýðræði sé tæki eða leiðir sem við förum til að taka ákvarðanir.
Þetta verkefni sem grunnskólarnir og kennarar þeirra standa frammi fyrir er ekki einfalt eins og augljóst er. Einn grunnþáttinn má tengja eiginlegu „gamaldags“ námi sem er læsi og þó að fólki detti lestur í hug þá er fleira á ferðinni. Læsi er hér í mun víðtækari merkingu en áður var og í raun á það við um hvernig hver og einn les úr þeim áreitum sem á honum dynja. Við þurfum að gera nemendur okkar læsa á hvaðeina sem að þeim berst og það felur einnig í sér að slíkt þurfi að gera með gagnrýnum huga.  Annar grunnþáttur er sköpun sem einnig á að vefa í allt nám en áður var meira tengt tilteknum greinum. Hinir þættirnir þrír, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð eru uppeldisþættir í þeirri merkingu að þeir lúta að félagslegri hegðun manna og hvernig þeir eigi að haga sér í umhverfi sínu. Ég hef hér rakið í stuttu máli hve miklar breytingar eru framundan. Með einfaldara orðalagi er hægt að segja um sögu menntunar að  í upphafi 20. aldar höfum við lagt áherslu á kennslu tiltekinna bóka, á síðari hluta 20. aldar var lögð áhersla á nám og þá hefur athyglin beinst að nemandanum í hans aðstæðum en í byrjun 21 aldarinnar er nemandinn enn í brennipunkti en félagsleg mótun virðist vera orðin mun stærri þáttur en áður.  Fyrir okkur kennara, því að ennþá erum við kennarar, þá eru þessar breytingar ekki einfaldar.

HTX pistlar: Quote
Heim (164).jpg

FJÖLBREYTT NÁLGUN

Úr pistli í mars 2014

Við lærum öll af fjölgreindaleikunum. Í hvert sinn sem við höldum fjölgreindaleika styrkir það meðvitund okkar um að við búum öll yfir mörgum mismunandi greindum. Í þessu samhengi er vert að muna að það virðist vera þannig að sú greind sem við erum sterkust í leiði okkur í þau verkefni og störf sem við veljum á lífsleiðinni. Annað hugtak sem má nota yfir mismunandi greindir, eru hæfileikar og það höfum við lengi vitað að við búum yfir mismunandi hæfileikum. Það er þá tvenns konar skilningur sem er okkur mikilvægur í þessu samhengi. Annars vegar að láta reyna á og styrkja alla hæfileika og greindir sem börnin búa við og svo hitt að þroska þann hæfileika og þá greind sem sterkust er. Draumurinn um gott samfélag er, að í hverju starfi sé einstaklingur sem hefur áhuga á starfi sínu og kann það vel. Sá maður er hamingjusamur sem vinnur það verk sem veitir honum gleði og lífsfyllingu en ekki það sem gerir hið gagnstæða. Það er einn helsti kosturinn við íslenska grunnskólann að námskráin gerir kröfur um fjölbreytta nálgun og fjölbreytt verkefni þar sem list- og verkgreinar gegna mikilvægu hlutverki. Víða erlendis er megináherslan á bóknám og fer þá mestur tími í það og það kann að skýra að hluta til lakara gengi í alþjóðlegum samanburði í bóknámi.
Við þurfum að meta hvað við lærum af fjölgreindarleikunum. Leikarnir tókust einstaklega vel og 100% einbeiting ríkti báða dagana. Ró, virðing og friður í öllum skiptingum, þegar nemendur fóru á milli staða og sömuleiðis í kennslustundum. Afar fá dæmi voru um frávik í hegðun og allir nemendur treystu sér til fullrar þátttöku líka þeir sem búa við erfiðleika í aðlögun. Kennarar tala um sérstaklega góða reynslu af þeim fjölbreyttu verkefnum sem þeir lögðu fyrir.
Það er merkilegt og gleðilegt að sjá þá umhyggju sem ríkir í hópunum og hvað gleði barnanna er fölskvalaus og sönn. Heyra má andvörp á göngunum þegar opnir nemendur segja stundarhátt hvað þetta séu skemmtilegir dagar. Ekki er gleði okkar kennaranna minni að fylgjast með aldursblönduðum hópum sem eru einbeittir og glaðir.

HTX pistlar: Quote

FARSÍMAR Í GRUNNSKÓLA

Úr pistli í apríl 2013

Af gefnu tilefni vil ég hvetja alla foreldra til að brýna fyrir börnunum að fara eftir reglum um notkun farsíma og um meðferð eigin verðmæta. Skólinn getur ekki borið ábyrgð á verðmætum sem nemendur koma með í skólann svo sem farsímum.  Það er sem betur fer afar sjaldgæft að verðmæti hverfi í skólanum en það kemur fyrir. Það eru dæmi um að nemendur séu með mjög verðmæta síma sem kosta allt að 100 þúsund krónur og þar yfir.  Nýlega var svona verðmætum síma stolið í yfirhöfn á gangi skólans.  Það sem hægt er að gera við slíkar aðstæður er að reyna að ná til allra sem voru á svæðinu. Rætt er við bekki og einstaka nemendur og höfðað til samvisku ef vera kynni að einhver sem hlustar eigi hlut að máli og sjái sig um hönd. Slíkt hefur gerst sem betur fer. Í einum bekknum sem skólastjóri kom í geymdi meirihluti nemenda síma sína í yfirhöfnum á ganginum. Við reyndum að meta hvað þetta væru mikil verðmæti og komust við að því að í þessu tilfelli væru um 300 þúsund krónur í símum á ganginum sem einhver gæti tekið sem ætti leið hjá.  Við áætluðum að verðmæti símanna sem nemendur væru með í skólanum gætu verið um 7 milljónir því að ef hver sími kostar að meðaltali 20.000 kr og 90% nemenda eru með síma sem eru um 370 þá er það niðurstaðan.

HTX pistlar: Quote

Ég get ekki látið hjá líða að geta þess að á laugardaginn var fengum við stóran hóp nemenda í heimsókn til okkar sem útskrifuðust vorið 1994. Það er okkur mikils virði að eiga stund með fyrrum nemendum sem eiga ljúfar minningar frá skólagöngu sinni og segja frá skólanum og starfinu. Það er mikilvægt hverjum skóla að eiga þá fjölmörgu sem útskrifast hafa í gegnum tíðna. Það er svo bæði tilfinningalega og á margvíslegan annan hátt. Fyrrum nemendur bjóða fram krafta sína til að styðja við skólastarfið og dæmi eru um að þeir leiti ráða eða komi  í kurteisisheimsóknir. Skólinn hefur einnig verið þakklátur fyrir þær gjafir bæði stórar og smáar sem skólanum hafa borist í gegnum tíðina. Það má því segja að gamlir útskriftarnemendur eru einnig orðnir eins konar vor- og sumarboðar. Það eykur  okkur  styrk og er hvetjandi í amstri daganna að finna fyrir hlýhug þeirra sem muna okkur enn á fullorðinsárum.

FYRRUM NEMENDUR HVETJA

Úr pistli í apríl 2014

Heim (86).jpg
HTX pistlar: Quote
8245D994-6A30-45DD-90DB-90E0EE62DFB2.jpg

Samstarf heimila og skóla er sérstaklega mikilvægt nú þegar samfélagið gengur í gegnum þrengingar sem ekki sér fyrir endann á. Framtíðin býr í börnunum segjum við á hátíðarstundum. Hvert andartak er dýrmætt því að framtíðin byggir á að sáð sé til uppskerunnar í hverju fótmáli, ef svo má segja. Það er með því að stuðla að góðri líðan okkar allra núna og þá fyrst og fremst barnanna til að geta átt von á farsælli framtíð. Foreldrar eiga að tala við börn sín á hverjum degi og spyrja hvernig hafi gengið í skólanum. Svo mega foreldra aldrei fresta því að tala við kennarann þegar spurningar eða grunur vaknar um að hlutirnir séu ekki á réttri leið. Í netkönnun skólans í júni komu margvíslegar og mikilvægar ábendingar frá foreldrum. Það sem sérstaklega vakti athygli voru ábendingar um hvers kyns verkefni sem geta fallið undir lífsleikni. Við í skólanum verðum að taka þetta til okkar þó að ég telji að nú þegar séu mörg verkefni og margvíslegt starf sem stuðlar að lífsleikni, þá má alltaf bæta og hugsa hlutina upp á nýtt.

SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA

Úr pistli í september 2009

HTX pistlar: Quote
Heim (25).jpg

FYLGST MEÐ LÍÐAN OG EINELTI

Úr pistli í nóvember 2011

Ég hvet foreldra til að ræða við börnin sín og fylgjast sérstaklega vel með hvernig þeim líður í skólanum. Í síðustu viku lukum við okkar árlegu líðankönnun og verða niðurstöður kynntar á kennarafundi í þessari viku. 77% nemenda á miðstigi líður vel eða mjög vel í skólanum og 80% líður vel eða mjög vel í bekknum sínum.  Þetta eru svipaðar niðurstöðu og við höfum fengið undanfarin ár. Á unglingastigi líður 86% nemenda vel eða mjög vel en við mælum ekki líðan í bekk hjá þeim. Á miðstigi telja 12% nemenda að þeir séu teknir fyrir eins og það er orðað í spurningu okkar en á unglingastigi eru það 2%. Þetta er einnig í samræmi við niðurstöður fyrr ára. Nemendur skrá nöfn þeirra sem þeir hafa áhyggjur af að séu lagðir í einelti og einnig nöfn þeirra sem þeir telja að séu að leggja í einelti. Við fáum þannig nafnalista sem eineltisteymið vinnur með. Eineltisteymið hefur þegar gert áætlun til að fylgja vísbendingum eftir og félagsráðgjafi hefur tekið viðtöl við nokkra nemendur . Forvarnarvinna Háteigsskóla gegn einelti felst í því að kennarar ræða um einelti og líðan nemenda vandlega í lok október, við leitum að einelti og spyrjum um líðan með könnun okkar og fylgjum svo hverju máli vandlega eftir með athugunum sem meðal annars felast í viðtölum.

HTX pistlar: Quote
Heim (30).jpg

EKKI DÓMAR HELDUR TÆKIFÆRI

Úr pistli í október 2009

Það er af sem áður var að fátt var um rannsóknir á skólastarfi og á frammistöðu og líðan barnanna okkar.  Opinberir aðilar hafa tekið niðurstöður alvarlega undanfarin ár og brugðist við. Ég er sannfærður um að grunnskólinn á Íslandi er mun betri en hann var fyrir 10 árum. Það færir okkur heim sanninn um að það er hægt að breyta og gera betur.  Þær niðurstöður sem berast okkur eiga að vera áminningar og vísbendingar sem við tökum alvarlega en lítum ekki á sem dóma heldur fyrst og fremst sem tækifæri. Fljótlega kemur út niðurstaða frá Rannsóknum og greiningu  sem fjallar um líðan og hegðun nemenda á mið- og unglingastigi. Ég mun greina frá þeim niðurstöðum og hafa krækju á heimasíðunni fyrir skýrsluna.
Í næstu viku taka Íslendingar þátt í rannsókn á heilsu og lífskjörum skólanema sem er hluti af rannsókn sem er á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Síðasta könnun var gerð veturinn 2005 til 2006 og tóku 40 lönd þátt í henni.  Sú skýrsla sagði okkur margt merkilegt. Þar kom til dæmis fram að 55% drengja bursta tennur oftar en einu sinni á dag á meðan 72 % stúlkna gera það.  Neysla ávaxta  5 sinnum á dag fer úr 65% í 6. bekk niður í 39% í 10. bekk og það merkilega er að á sama tíma fer neysla sælgætis 5 sinnum á dag úr 7% í 6. bekk upp í 21% í 10. bekk.  Þar kom fram að 58% drengja  í 6. til 10. bekk eyddu meira en 4 stundum fyrir framan skjái á dag á meðan 43% stúlkna gerðu það.  Það hefur margt áunnist eins og sést á þessari sömu skýrslu því að árið 1995 sögðu 56% 10. bekkinga að þeir hefðu orðið drukknir síðustu 30 daga áður en könnunin var gerð en þetta var 28% árið 2006. Ég tel að þessi  prósentutala muni enn lækka.

HTX pistlar: Quote

News

Media Buzz

Article Headline

This is your News article. It’s a great place to highlight press coverage, newsworthy stories, industry updates or useful resources for visitors. Add a short summary, include links to relevant content and choose a great photo or video for extra engagement!

Writing on Computer

Article Headline

This is your News article. It’s a great place to highlight press coverage, newsworthy stories, industry updates or useful resources for visitors. Add a short summary, include links to relevant content and choose a great photo or video for extra engagement!

Typing on a Computer

Article Headline

This is your News article. It’s a great place to highlight press coverage, newsworthy stories, industry updates or useful resources for visitors. Add a short summary, include links to relevant content and choose a great photo or video for extra engagement!

Fountain Pen

FRÁBÆRIR UNGLINGAR

Úr pistli í mars 2013

Nú í vikunni var árshátíð unglingastigsins og skemmst er frá því að segja að hún tókst í alla staði einstaklega vel.  Árshátíðin var á Hilton og þykir mörgum mikið í lagt en þar á bæ hefur okkur verið sýnt mikil virðing með því að bjóða okkur upp á glæsilegan kvöldverð á hóflegu verði og leyfa okkur að vera á hótelinu. Ég er ekki viss um hvort að allir gerir sér í raun grein fyrir hvað það er stórkostlegt að eiga svona frábæra unglinga eins og við eigum í dag.  Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir 20 árum að unglingum væri treyst fyrir öðru eins verkefni á einu glæsilegasta hóteli höfuðborgarinnar. Þau undirbúa árshátíðina og skipuleggja í smáatriðum, stilla upp og stjórna síðan hátíðinni með örlítilli leiðsögn.  Ég tek svona til orða því að ég hef sjálfur hjálpað þeim og það sem ég geri er að passa upp á að þau muni eftir öllu sem þarf að muna eftir til að allt gangi upp. Næstum því allir nemendur á unglingastigi mættu og voru í sínu fínasta pússi. Framkoma öll var þeim til sóma. Á meðan á dagskráratriðum stóð mátti heyra húrrahróp þakklætis á meðan á skemmtiatriðum eða kvikmyndasýningum stóð svo ekki sé nú talað um þegar niðurstaða kosninganna var birt. Það eru auðvitað herra og frú sem valin eru í 10. bekk og svo eru það bjartasta vonin, íþróttagarpurinn stíllinn, nýneminn, samlokurnar og svo framvegis. Það er svo alltaf gaman að heyra hver er kosinn kennari skólans. Þau safna vinningum í happadrætti sem fyrirtæki gefa þeim og svo er dregið úr nöfnum þeirra sem mæta. Fyrirtæki og verslanir voru einstaklega gjafmild í ár svo að margir fengu vinninga. Þegar einhver hlaut vinning þá gullu við gleðióp um allan salinn. Stjórn nemenda fannst að þessu sinni að kennarar sem sitja kvöldverðinn ætti líka að fá einhvern vinning og var því í fyrsta sinn dreginn út einn vinningur fyrir kennara. Við getum verið stolt af unga fólkinu okkar og við sem eldri erum getum svo sannanlega horft bjartsýn til framtíðar þegar þetta fólk fer að ráða ferðinni í samfélaginu.

HTX pistlar: Quote

©2018 by Ásgeir Beinteinsson. Proudly created with Wix.com

bottom of page