top of page

Ásgeir Beinteinsson

Velkomin/n

Það er sem sagt hægt að segja manni 184 þúsund sinnum að þekkja sjálfan sig en hvernig lærir maður að þekkja sjálfan sig. Maður er væntanlega sjálfur inni í sér. Ég hlýt þá sjálfur að vera hugsanir. Ég hlýt því að vera hugsanir mínar og það sem ég geri og segi. Ég hlýt líka að vera það sem aðrir halda um mig. Hvað þarf ég þá að gera til að læra að þekkja sjálfan mig?  HÉR MÁ SETJAST NIÐUR OG HUGLEIÐA.

Heim: Welcome

Hugleitt með ljósmyndum.

Allar ljósmyndirnar eru teknar hér heima eða á ferðum erlendis.

Heim: Project
Urval (30).JPG

Ekki viljum við gæta okkar svo mikið í samræðu að ekki sé rúm fyrir hálfkæringinn eða kæruleysið. Gamansemi verður að fá rúm en gamansemi er einmitt af þessum toga, því að það sem er fyndið er hið tvíræða eitthvað sem er sagt í hálfkæringi og auðvitað kæruleysi. Við viljum hafa rúm fyrir gamansemi.

DSCF7689.JPG

Það er mjög auðvelt fyrir okkur að falla í þá freistni að álykta um lífið í skólanum frá  sjónarhóli hvers og eins. Það er hægt að lýsa þessu þannig, að á meðan við störfum þá erum við að synda og komum auðvitað upp til að anda en þegar við lendum í krísum þá syndum við kafsund.

Canon 07.11.09 740.jpg

Það er einhvern veginn eins og árið skiptist niður í mismunandi ferðalög sem hvert og eitt hefur sín ævintýri og reynslu sem við hlökkum til að takast á við.

Picture 420.jpg

Hver sá sem tekur á og finnur að hann getur náð árangri hefur sigrað sjálfan sig. Allir sigrar sem skipta máli eru sigrar sem menn vinna á sjálfum sér. Allt okkar líf erum við að þroskast og það á eftir að koma ykkur á óvart,  því að það kom mér á óvart. Maður verður ekki fullorðinn einn góðan veðurdag, maður verður það aldrei.

Heim: Quote

Þú getur sent mér skilaboð

Takk fyrir að kíkja í heimsókn

Heim: Contact

©2018 by Ásgeir Beinteinsson. Proudly created with Wix.com

bottom of page