top of page

TRUMPTY DUMPTY

  • beinteinsson
  • Mar 7
  • 2 min read

Trumpty Dumpty kept insisting.

More and more citizens startet resisting.

Sadly, there won´t be an end to this tale,

At least until reasonable people prevail


Svona lýkur þriðja erindi í  kviðlingi Johns Lithgows í bókinni Dumpty. Lithgow er eins og margir þekkja frægur leikari og er nú í kvikmyndinni Conclave en hann er einnig rithöfundur og snjall skopmyndateiknari. Lithgow hefur gefið út þrjár skopmynda og níðkvæðabækur um Trump sem heita; Dumpty, Trumpty Dumpty og A confederacy og Dumptys. Lithgow beitir snilli sinni í kveðskap og teikningu til að sýna fávisku Trumps.


Á fjesbókinni fljóta hjá upplýsingar um margvíslega fávisku og heimsku Trumps. Einnig má sjá í fjölmiðlum þar ytra að það sé það eina sem hægt er að gera í stöðunni – að grínast og telja upp skammastrik. Svo virðist að bandarískt samfélag sé algjörlega máttlaust gagnvart þessar vitleysu sem nú gengur yfir. Meira að segja þingmenn, sátu í vonleysi og hlýddu á ræðu Trumps nýverið og mótmæltu með þöglum skiltum, að einum undanskildum sem var rekinn út fyrir mótmæli og hávaða.


Hver vegna er þetta svona? Ég hef áður rakið nokkrar skýringar í grein sem nokkrir hafa lesið. Ég kallaði hana Trump – hvernig? (Hana má sjá á síðunni minni beinteinsson.is)


Við stofnun Bandaríkjanna reyndu feður stjórnarskrárinnar (founding fathers) að finna leiðir til að tryggja að allt vald næði ekki að komast í hendur einnar persónu eins og kóngs sem þeir þekktu vel. Þessi hugsjón hefur mistekist, því að í dag er ríkisvaldið í Bandaríkjunum ekki þrískipt í reynd og munar þar sennilega mest um dómsvaldið sem er á valdi stjórnmálamanna og réttlætið er ekki blint – er ekki hlutlaust. Svo eru stjórnmálamenn á þingi á valdi hinna ríku. Þeir eru á valdi hinna ríku því að takmarkanir á fjárstuðningi til stjórnmálaflokkanna voru afnumdar 2010.


Svo var það hann Ronald Reagan sem afnam sanngirniskenninguna (Fairness doctrine) sem var sett af alríkissamskiptanefndinni (Federal Communications Commission) 1949. Reglan krafðist þess að úvarps- og sjónvarpsstöðvar veittu sanngjarna og jafnvæga umfjöllun um umdeild pólitísk og samfélagsleg málefni.


Afleiðingin var sú að fjölmiðlar urðu frjálsir til að sýna pólitíska slagsíðu án þess að þurfa að veita jafnvæga umfjöllun um andstæð sjónarmið. Þetta lagði grunninn að þeirri auknu skautun sem orðin er í bandarísku samfélagi undir áhrifum fjölmiðla.


Aðrar reglugerðir sem voru afnumdar voru um eignarhald á fjölmiðlum og minnkun eftirlits með auglýsingum og efnissköpun. Varla þarf að orða vandann sem leiðir af þessu.


Á Íslandi sjáum við dæmi um þetta, þar sem fjármálöfl eru ráðandi í a.m.k. einum áhrifamiklum fjölmiðli svo er þekktur útvarpsmiðill sem heldur bulli að fólki.


Öfl stjórna því að Ríkisútvarpið gætir þess að fjalla ekki um pólitísk málefni fyrr en flestir eru farnir að sofa. Hver ræður því? Hvaða öfl ráða þessu?


Ásgeir Beinteinsson

 

 
 
 

Comments


Single Post: Blog_Single_Post_Widget

©2018 by Ásgeir Beinteinsson. Proudly created with Wix.com

bottom of page