top of page

ÞAÐ ER Í LAGI AÐ VERA REIÐUR ÚT Í FJÁRHYGGJUNA.

  • beinteinsson
  • Mar 2
  • 2 min read

It´s Ok to be angry about Capitalism. (Bernie Sanders.)

Síðasta útgáfa bókarinnar var 2024.


Bernie Sanders rekur hugmyndir sínar í þessari bók. Á blaðsíður 99 er áhugaverð upptalning, sem ekki er nýmæli í sjálfu sér en gott að eiga í handraða sumra stjórnmálaflokka.


Í undirkafla sem hann kallar græðgi er ekki góð (Greed is not good) rekur hann vandann við drifkrafta fjárhyggjunnar sem hann telur ekki góða. Upptalningin á fyrst og fremst við um Bandaríkin en í henni eru vísbendingar um þær hættur sem liggja á vegi þeirra sem dýrka fjárhyggjuna (kapitalisma) umfram mannhyggjuna. Merking mín í orðinu mannhyggja hér, er sú hugsun að allt hreyfiafl samfélaga eigi að sinna fólki en ekki fé.


Þeir sem lesa upptalninguna munu sjá örla fyrir ýmsu í íslensku samfélagi en ég ætla ekki að bæta þar við athugasemdum en vona að þeir sem lesa geri það fyrir mig. (Leyfi mér þó að setja sviga um það sem á alls ekki við á Íslandi. Upphrópunarmerki má skoða nánar.)


Tilvitnun hefst:


- Græðgi er ekki góð.


- Gríðarlegar tekjur og ójöfnuður er ekki góður.


- Það er ekki gott að kaupa kosningar. (!)


- Það er ekki gott að njóta ágóða af veikindum fólks.


(- Það er ekki gott að lyfseðilsskyld lyf séu dýrust í heiminum.)


- Það er ekki gott að misnota verkamenn.


- Það er ekki gott að fá fyrirtæki einoki efnahagslífið.


- Það er ekki gott að hundsa þarfir þeirra sem eru viðkvæmir og varnarlausir – svo sem börn, eldra fólk og fólk sem býr við fatlanir.


- Kynþáttafordómar, kynjamismunun, fordómar gegn samkynhneigðum og útlendingahatur er ekki gott.


(- Fangelsi til að græða peninga á og loka inni fátækt fólk eru ekki góð.)


(- Stríð og óhófleg fjármögnun útgjalda til hermála eru ekki góð.)


-Útblástur kolefnis sem er að eyðileggja jörðina er ekki gott.


Það er einfaldur sannleikur að óheft fjárhyggja (unfettered capitalism) veldur ekki aðeins efnahagslegri þjáningu fyrir meirihluta Bandaríkjamanna, heldur er þar að auki að eyðileggja heilsu fólks, velferð og lýðræði sem og að eyða sjálfri jörðinni.


Tilvitnun lýkur.


Ásgeir Beinteinsson

 
 
 

Comments


Single Post: Blog_Single_Post_Widget

©2018 by Ásgeir Beinteinsson. Proudly created with Wix.com

bottom of page