top of page

BLÓM HEIMSINS

  • Ásgeir Beinteinsson
  • Oct 2, 2018
  • 1 min read

Á vorin koma heimsins blóm.

Krókusarnir hlæja við húsgaflana.

Sóleyjar og fíflar dilla sér í brekkunum.

Lambagrasið situr á fjallinu.

Vorið á blómin.

Þegar mannsblómið sprettur,

kemur vorið í mennina.

Vorsólin rís inni í þeim

og skín út um sálargluggana

en þar er undrun.

Hver er þetta?

Hvaða blóm er nú þetta?

Svo kemur það – nafnið.

Sjálft nafnið,

sem verður kallað í gáska

við húsgaflana, í brekkunum og á fjallinu.

Við verðum stolt af blóminu okkar,

sem vex úr okkar grasi,

við umvefjum það

og elskum,

og elskum.

 
 
 

Comments


Single Post: Blog_Single_Post_Widget

©2018 by Ásgeir Beinteinsson. Proudly created with Wix.com

bottom of page